Rithöfundurinn
Steinunn g. Helgadóttir
Sagnagáfa Steinunnar G. Helgadóttur er ótvíræð. Lesendur Radda úr húsi loftskeytamannsins (2016) og Samfeðra (2018) kannast vel við að flissa á einni síðu, klökkna á þeirri næstu og vaka alveg óvart allt of lengi frameftir við lestur. Áður en hún gaf út þessar vinsælu skáldsögur um Janus hafði hún getið sér gott orð fyrir bæði myndlist sína og ljóð. Hún hlaut ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2011 og á næstu árum komu út eftir hana tvær ljóðabækur, Kafbátakórinn og Skuldunautar. Steinunn hlaut Fjöruverðlaunin 2016 fyrir Raddir úr húsi loftskeytamannsins og var valin ein af tíu nýjum röddum Literary Europe 2017. Þriðja skáldsaga hennar, Sterkasta kona í heimi (2019), er áhrifamikil fjölskyldusaga um leitina að hamingjunni, breyskleika og óvænta krafta.