top of page
Rithöfundur og myndlistarmaður

HÓTEL ANÍTA EKBERG

„Hótel Aníta Ekberg er skemmtilegt smásagnasafn sem reiðir sig á forvitni okkar um samferðafólk. Sögurnar eru allt frá því að vera gamansamar yfir í að vera sorglegar og verða ágætis minnisvarði um vordaga 2020.“
Hótel Anita Ekberg. Höf Helga S. Helgadóttir, Sigga Björg Sigurðardóttir og Steinunn G. He
About
SteinunnGHelgadottir_Gassi_SV_2018_Bros_ekkibros.jpeg
Steinunn g. Helgadóttir

Sagnagáfa Steinunnar G. Helgadóttur er ótvíræð. Lesendur Radda úr húsi loftskeytamannsins (2016) og Samfeðra (2018) kannast vel við að flissa á einni síðu, klökkna á þeirri næstu og vaka alveg óvart allt of lengi frameftir við lestur. Áður en hún gaf út þessar vinsælu skáldsögur um Janus hafði hún getið sér gott orð fyrir bæði myndlist sína og ljóð. Hún hlaut ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2011 og á næstu árum komu út eftir hana tvær ljóðabækur, Kafbátakórinn og Skuldunautar. Steinunn hlaut Fjöruverðlaunin 2016 fyrir Raddir úr húsi loftskeytamannsins og var valin ein af tíu nýjum röddum Literary Europe 2017. Þriðja skáldsaga hennar, Sterkasta kona í heimi (2019), er áhrifamikil fjölskyldusaga um leitina að hamingjunni, breyskleika og óvænta krafta.

Útgefin verk

smásögur: 2020

skáldsaga: 2019

skáldsaga: 2018

My Books

skáldsaga: 2016

ljóð: 2013

ljóð: 2011

My Books
UMFJÖLLUN

Fyrir nokkrum misserum heilluðu Raddir úr húsi loftskeytamannsins mig upp úr skónum og sú nýja olli ekki vonbrigðum – þvert á móti. Samfeðra er brilliant bók eftir einn áhugaverðasta og best skrifandi höfund sem ég hef lesið lengi.

Aðalsteinn Svanur Sigfússon / Fréttablaðið

Press
bottom of page